BÚIN AÐ LEYSA ÖLL MÁLIN?

Við mælum með því að hengja kortið upp heima hjá þér eins og veggspjald. Þá getur þú, þegar gesti ber að garði, leyst snöggt sakamál með þeim. Ef þið eruð þolinmóð og látið orðið berast um spilið þá getum við gert ný sakamál og nýjar borgir í náinni framtíð!

Þangað til getið þið drepið tímann með því að finna og leysa nokkrar aðrar þrautir sem eru faldar í borginni. Til dæmis:

HORFINN

Hafliði keypti bók í tímaritavagni í norðurhluta borgarinnar en hefur ekki sést síðan. Hvað varð um hann?

Spennandi bók

Þetta hlýtur að hafa verið rosalega spennandi skáldsaga. Hafliði gekk í gegnum allan bæinn án þess að geta tekið augun af bókinni. Óhappið gerðist í suðvesturhluta bæjarins. Hafliði var svo upptekinn af lestrinum að hann sá ekki opið holræsið sem hann datt ofan í. (Bókinni skolaði út í höfn með skólpinu, en hann sjálfur virðist vera fastur einhversstaðar undir borginni.)

STEYPIBAÐ

Manni var hrint ofan í vatnið við árbakkann. Af hverju?

Harkaleg viðbrögð

Maðurinn hafði farið í bíltúr í fína blæjubílnum sínum. Í miðbænum lenti hann í útistöðum við ökumann á skellinöðru. Hann reitti ökumanninn til svo mikillar reiði að hann var eltur af skellinöðrunni í gegnum borgina og að lokum ýtt út í vatnið.

SVIKABRELLA

Fyrir utan kaffihúsið við ánna er maður að nafni Andrés Andrésson að segja lögreglumanni að töskunni hans hafi verið stolið! Hvar eru sökudólgarnir?/p>

Þjófapar

Glæpurinn átti sér stað hjá markaðnum: Andrés var truflaður af blómasölukonu þegar þjófurinn greip töskuna. Þau voru greinilega að vinna saman. Maðurinn hvarf á braut í óáberandi bíl. Konan tók strætó að gamla varðturninum. Þar hittist þjófaparið aftur til að deila þýfinu á milli sín.

UNGBARNAVEISLA

Móðir tilkynnti að barnið hennar væri horfið! Hún var með barnið með sér á hárgreiðslustofunni í norðurhluta borgarinnar. Stuttu síðar, nálægt næturklúbbnum, tók hún eftir að barnið var horfið úr vagninum. Hvað tók barnið upp á að gera á ferðalagi sínu um borgina?

Dagur nýrra upplifanna

Þegar mamman stoppaði til að spjalla við vin fyrir framan heilsubúðina klifraði barnið úr vagninum.

Þennan ævintýralega dag prófaði barnið að:
• drekka vín í bjórgarðinum
• drekka kaffi á markaðnum
• stela osti
• gefa hundi ostinn
• taka neðanjarðarlest númer 5
• fá blöðru
• gefa blöðru
• fá pylsu
• gefa heimilislausum pylsuna
• skemmta sér í búningapartíinu

Eftir að hafa upplifað nóg af ævintýrum ákvað barnið að taka strætó að varðturninum og fara heim. Þar hitti barnið áhyggjufula móður sína sem var dauðfegin að sjá það.